„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. janúar 2017 19:01 Rætt var við móður Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47