Buðu í Cavani, Benzema og Falcao og höfðu áhuga á Costa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 12:15 Diego Costa er sagður vera ósáttur hjá Chelsea og vilji komast til Kína. Vísir/Getty Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu. Fótbolti Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Sjá meira
Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu.
Fótbolti Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Sjá meira