Buðu í Cavani, Benzema og Falcao og höfðu áhuga á Costa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 12:15 Diego Costa er sagður vera ósáttur hjá Chelsea og vilji komast til Kína. Vísir/Getty Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu. Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu.
Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira