Buðu í Cavani, Benzema og Falcao og höfðu áhuga á Costa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 12:15 Diego Costa er sagður vera ósáttur hjá Chelsea og vilji komast til Kína. Vísir/Getty Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu. Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Eigandi kínverska úrvalsdeildarfélagsins Tianjin Quanjian segir að félagið hafi ætlað sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum en að nýjar reglur um erlenda leikmenn þar í landi hafi sett strik í reikninginn. Fyrr í vikunni voru kynntar breytingar sem taka mið af því að fækka erlendum leikmönnum í kínversku deildinni og draga úr mikilli eyðslu félaga í erlendar stórstjörnur. Fjölmörk þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum hafa lagt leið sína til Kína síðustu mánuði og ár. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að flytja sig til Kína að undanförnu eru Carlos Tevez, Oscar, Hulk, Ramires, Alex Teixeira, Graziano Pelle, John Obi Mikel og Axel Witsel. Tevez varð á dögunum launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua.Oscar fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Shanghai.vísir/gettyFækkað um tvo erlenda leikmenn Eins og fjallað hefur verið um ítarlega í enskum miðlum síðustu daga virðist Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, vera ósáttur í herbúðum enska liðsins og er sagður vilja komast til Kína. En svo virðist sem að það sé ólíklegt úr þessu, ekki síst út af nýju reglunum. Samkvæmt nýju reglunum mega félög aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í liðinu. Áður máttu félögin vera með fimm leikmenn í leikmannahópi sínum, þar af einn frá öðru Asíulandi. Enn fremur er liðum skylt að vera með tvo kínverska leikmenn sem eru 23 ára eða yngri í hópnum, þar af einn í byrjunarliðinu. Þá er enn fremur ætlun knattspyrnuyfirvalda í Kína að taka á greiðslum félaganna til leikmanna, ýmist við undirritun eða á meðan samningstímanum stendur. Costa var orðaður við Tianjin Quanjian, sem var sagt reiðubúið að borga honum meira en fjóra milljarða í árslaun - tvöfalt meira en félagið borgar Axel Witsel sem gekk í raðir þess fyrir skömmu. Eigandi félagsins, milljarðamæringurinn Shi Yuhui, segir að nýju reglurnar hafi sett strik í reikninginn og að félagið verði að endurskoða leikmannamál sín.Benzema fagnar marki í leik með Real Madrid.vísir/gettyGerðu tilboð í stórstjörnur Shu sagði meðal annars að félagið hefði áhuga á Costa, auk þess sem að það hafi lagt fram tilboð í Edenson Cavani, sóknarmann PSG í Frakklandi. Hins vegar hafi félög þeirra ekki viljað missa þá á miðju tímabili. „Við höfum ekki efni á því að bíða hálft tímabilið,“ sagði Shu. Shu sagði enn fremur að félagið hafi náð samningum við Radamel Falcao, sóknarmann Monaco, og Raul Jimenez hjá Benfica áður en reglubreytingin var gerð. „Við höfum reynt að ná í marga sóknarmenn. Við gerðum tilboð í [Karim] Benzema [hjá Real Madrid] en með þessar breytingar þýða að við erum hjálparlausir.“ Þess má geta að Tianjin er nýliði í kínversku deildinni en stjóri liðsins er Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu.
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira