Fótbolti

Oscar fékk hlýjar móttökur í Kína | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oscar fékk blóm við lendingu.
Oscar fékk blóm við lendingu. vísir/getty
Það var mikið fjölmiðlafár á flugvellinum í Sjanghæ er brasilíski knattspyrnumaðurinn Oscar lenti þar.

Shanghai SIPG keypti leikmanninn af Chelsea á litlar 60 milljónir punda og gerði hann um leið að launahæsta leikmanni heims. Hann hélt þeim titli ekki lengi því Carlos Tevez er einnig á leið til Kína á hærri launin.

Harðkjarnastuðningsmenn Shanghai voru mættir til þess að taka á móti leikmanninum ásamt hafsjó af fjölmiðlamönnum. Var ekki annað að sjá en Oscar kynni vel að meta móttökurnar.

Oscar skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið og verður með yfir 70 milljónir króna í vikulaun hjá félaginu. 10 milljónir plús á dag. Það má vinna með það.

Oscar heilsaði flestum og gaf sér tíma fyrir aðdáendur í flugstöðinni.vísir/getty
Stuðningsmenn bíða rólegir. Klárir með fánann.vísir/getty
Oscar hálfhissa á öllu tilstandinu.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×