Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að hinn 22 ára Dylann Roof sé nægilega frískur til að fá að verja sig sjálfur í næsta hluta réttarhaldanna gegn sér þar sem kveðinn verður upp dómur.
Roof var í desember fundinn sekur um að hafa myrt níu manns í skotárás í kirkju í Charleston í Suður-Karólínu þann 17. júní 2015. Ákæran var í 33 ákæruliðum og á Roof yfir höfði sér dauðadóm.
Í réttarhöldunum kom fram að Roof hafi beðið eftir að meðlimir í sérstökum biblíuklúbbi kirkjunnar lokuðu augunum áður en hann hóf skothríðina.
Roof tjáði sig ekkert á fyrri stigum réttarhaldanna, en á upptöku viðurkennir hann að hann hafi framkvæmt árásina til að hefna brota sem hann sagði svarta hafa framið gegn hvítum mönnum.
Roof fær heimild til að verja sig sjálfur

Tengdar fréttir

Fundinn sekur um að myrða níu manns í kirkju svartra í Charleston
Dylann Roof hefur verið sakfelldur fyrir að skjóta níu þeldökka einstaklinga til bana í kirkju í borginni Charleston í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Á Roof ekki að hafa sýnt nein viðbrögð er niðurstaðan var lesin upp.

Fékk hjartaáfall þegar farið var yfir ódæði sonarins
Réttarhöld yfir Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa myrt níu þeldökka einstaklinga í kirkju í Charleston.