Bournemouth missti niður þriggja marka forystu á móti Arsenal | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 21:30 Arsenal skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum og tryggði sér 3-3 jafntefli á útivelli á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta eru grátleg úrslit fyrir heimamenn í Bournemouth sem spiluðu lengstum frábærlega og fengu færi til að bæta við mörkum áður en þeir misstu mann af velli átta mínútum fyrir leikslok. Arsenal-liðið var kraftlaust og þreytulegt í leiknum en fór í gang eftir að hafa lent 3-0 undir. Arsenal-liðið fékk eitthvað út úr þessum leik þótt lengi hafi stefnt í stórtap hjá leikmönnum Arsene Wenger. Olivier Giroud skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en hann lagði upp hin tvö mörkin fyrir þá Alexis Sánchez og Lucas Pérez. Leikmenn Arsenal mættu ekki til leiks í fyrri hálfleiknum og fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjör martröð fyrir liðið. Heimamenn voru aftur á móti í fínu formi og buðu upp á flottan fótbolta á móti stórliðinu frá London. Charlie Daniels kom Bournemouth í 1-0 á 16. mínútu eftir að Arsenal hreinlega gleymdi honum. Junior Stanislas skipti boltanum yfir og Daniels gabbaði Bellerin áður en hann skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Callum Wilson skoraði úr vítaspyrnu. Vítið var dæmdi fyrir brot Granit Xhaka á Ryan Fraser. Bournemouth lék annars frábærlega í fyrri hálfleiknum og leikmenn Arsenal komust lítið áleiðis. Ræða Arsene Wenger náði ekki að kveikja í hans mönnum því Arsenal-liðið náði ekki mikið að laga sinn leik í seinni hálfleiknum. Mark var réttilega dæmt af Bournemouth á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar kom Ryan Fraser Bournemouth-liðinu i 3-0. Fraser fór þá illa með Hector Bellerin sem leit ekki vel út þarna frekar en í fyrsta markinu. Alexis Sánchez minnkaði muninn á 70. mínútu eftir stoðsendingu Olivier Giroud og kom með smá spennu inn í lokakafla leiksins. Lucas Pérez opnaði síðan markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann minnkaði muninn í 3-2 á 75. mínútu með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir sendingu frá Olivier Giroud. Arsenal var allt í einu búið að skora tvö mörk á fimm mínútum og enn nægur tími til að bæta við fleiri mörkum og fá eitthvað út úr leiknum. Bournemouth missti mann af velli á 82. mínútu þegar fyrirliðinn Simon Francis fékk beint rautt spjald fyrir brot á Aaron Ramsey. Skömmu áður fékk Dan Gosling algjört dauðafæri til að tryggja sigurinn. Olivier Giroud jafnaði síðan metin með skalla á annarri mínútu í uppbótartíma þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Granit Xhaka. Arsenal hafði tíma til að skora sigurmarkið en það kom ekki og liðin sættust á stig á lið. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Sjá meira
Arsenal skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum og tryggði sér 3-3 jafntefli á útivelli á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta eru grátleg úrslit fyrir heimamenn í Bournemouth sem spiluðu lengstum frábærlega og fengu færi til að bæta við mörkum áður en þeir misstu mann af velli átta mínútum fyrir leikslok. Arsenal-liðið var kraftlaust og þreytulegt í leiknum en fór í gang eftir að hafa lent 3-0 undir. Arsenal-liðið fékk eitthvað út úr þessum leik þótt lengi hafi stefnt í stórtap hjá leikmönnum Arsene Wenger. Olivier Giroud skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en hann lagði upp hin tvö mörkin fyrir þá Alexis Sánchez og Lucas Pérez. Leikmenn Arsenal mættu ekki til leiks í fyrri hálfleiknum og fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjör martröð fyrir liðið. Heimamenn voru aftur á móti í fínu formi og buðu upp á flottan fótbolta á móti stórliðinu frá London. Charlie Daniels kom Bournemouth í 1-0 á 16. mínútu eftir að Arsenal hreinlega gleymdi honum. Junior Stanislas skipti boltanum yfir og Daniels gabbaði Bellerin áður en hann skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Callum Wilson skoraði úr vítaspyrnu. Vítið var dæmdi fyrir brot Granit Xhaka á Ryan Fraser. Bournemouth lék annars frábærlega í fyrri hálfleiknum og leikmenn Arsenal komust lítið áleiðis. Ræða Arsene Wenger náði ekki að kveikja í hans mönnum því Arsenal-liðið náði ekki mikið að laga sinn leik í seinni hálfleiknum. Mark var réttilega dæmt af Bournemouth á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar kom Ryan Fraser Bournemouth-liðinu i 3-0. Fraser fór þá illa með Hector Bellerin sem leit ekki vel út þarna frekar en í fyrsta markinu. Alexis Sánchez minnkaði muninn á 70. mínútu eftir stoðsendingu Olivier Giroud og kom með smá spennu inn í lokakafla leiksins. Lucas Pérez opnaði síðan markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann minnkaði muninn í 3-2 á 75. mínútu með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir sendingu frá Olivier Giroud. Arsenal var allt í einu búið að skora tvö mörk á fimm mínútum og enn nægur tími til að bæta við fleiri mörkum og fá eitthvað út úr leiknum. Bournemouth missti mann af velli á 82. mínútu þegar fyrirliðinn Simon Francis fékk beint rautt spjald fyrir brot á Aaron Ramsey. Skömmu áður fékk Dan Gosling algjört dauðafæri til að tryggja sigurinn. Olivier Giroud jafnaði síðan metin með skalla á annarri mínútu í uppbótartíma þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Granit Xhaka. Arsenal hafði tíma til að skora sigurmarkið en það kom ekki og liðin sættust á stig á lið.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Sjá meira