Erlent

Assange segist ekki hafa fengið gögnin frá stjórnvöldum ríkis

Samúel Karl Ólason skrifar
Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í London.
Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í London. Vísir/AFP
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segist ekki hafa fengið gögn demókrata frá nokkru ríki og þar með ekki frá stjórnvöldum Rússlands. Hann segir að 14 ára táningur hefði getað stolið póstum John Podesta, framkvæmdastjóra framboðs Hillary Clinton.

Assange var í viðtali við Fox News þar sem hann ræddi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum og meint afskipti þeirra af forsetakosningunum þar í landi með aðkomu Wikileaks.

Þar neitaði hann því að hafa fengið rúmlega 50 þúsund tölvupósta frá Demókrataflokknum og fólki sem tengjast framboði Hillary Clinton, sem birtir voru á Wikileaks, frá stjórnvöldum nokkurs ríkis. Hann sagði ásakanir ríkisstjórnar Barack Obama gagnvart Rússum vera til þess gerðar að draga úr trúverðugleika Donald Trump sem forseta.

Assange var þó aldrei spurður hvort hann héldi að Rússar hefðu komið að tölvuárásunum.

Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 þar sem hann sótti um hæli. Hann óttaðist að vera sendur til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Assange hefur ávalt neitað ásökunum en hann hefur haldið því fram að Svíar myndu framselja hann til Bandaríkjanna.

Þar að auki ræddi Assange um skýrslu sem nokkrar leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna birtu nýverið um málið. Hann sagði þá skýrslu vera slæma og benti á að hvergi hefði verið minnst á Wikileaks.

Leyniþjónustur Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar eru þó sannfærðir um að tveir hópar rússneskra hakkara á vegum stjórnvalda Rússlands hafi gert árásirnar. (Nánar má lesa um það hér)

Donald Trump hefur tjáð sig um viðtalið við Assange á Twitter.


Tengdar fréttir

Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin

Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar.

Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin

Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×