Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 21:45 Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy eru hluti af teyminu sem 1984 reiðir sig á. Mynd/1984 Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.„Þeir eru fyrst og fremst hér vegna þess að þeir eru gríðarlega færir tæknimenn. Þingmennskan skiptir engu máli hér,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 í samtali við Vísi en fyrirtækið birti mynd af þingmönnunum að störfum á skrifstofum 1984 á Twitter. Mörður segir að þeir félagar, sem störfuðu á árum áður hjá 1984, séu í sjálfboðavinnu við björgunarstarfið. Sjö til tólf manns koma að starfinu hjá 1984 um þessar mundir. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Unnið hefur verið sleitulaust undanfarna daga að björgunarstarfi. Mörður segir ljóst að mikil vinna sé framundan sem muni taka langan tíma en að vonir standi til að eftir daginn verði helmingur vefsvæða kominn upp að nýju. Ekkert liggur fyrir um hvað olli biluninni en Mörður segir að það sé ekki forgangsatriði eins og er , það mikilvægasta sé að koma hlutunum í lag á nýjan leik. „Við erum ekki að spá í neitt annað en að koma vefsvæðunum, tölvupóstunum og þjónustu upp fyrir okkar notendur. Þegar við erum búnir að því spáum við í öðrum hlutum. Það er ekkert annað sem kemst að núna.“These fine gentlemen are coordinating the rescue effort in @1984ehf HQ currently. Incredibly humbling to see this monumental task tackled in such a professional manner. pic.twitter.com/XKWOkKEiAL— 1984ehf (@1984ehf) November 18, 2017 Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.„Þeir eru fyrst og fremst hér vegna þess að þeir eru gríðarlega færir tæknimenn. Þingmennskan skiptir engu máli hér,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 í samtali við Vísi en fyrirtækið birti mynd af þingmönnunum að störfum á skrifstofum 1984 á Twitter. Mörður segir að þeir félagar, sem störfuðu á árum áður hjá 1984, séu í sjálfboðavinnu við björgunarstarfið. Sjö til tólf manns koma að starfinu hjá 1984 um þessar mundir. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Unnið hefur verið sleitulaust undanfarna daga að björgunarstarfi. Mörður segir ljóst að mikil vinna sé framundan sem muni taka langan tíma en að vonir standi til að eftir daginn verði helmingur vefsvæða kominn upp að nýju. Ekkert liggur fyrir um hvað olli biluninni en Mörður segir að það sé ekki forgangsatriði eins og er , það mikilvægasta sé að koma hlutunum í lag á nýjan leik. „Við erum ekki að spá í neitt annað en að koma vefsvæðunum, tölvupóstunum og þjónustu upp fyrir okkar notendur. Þegar við erum búnir að því spáum við í öðrum hlutum. Það er ekkert annað sem kemst að núna.“These fine gentlemen are coordinating the rescue effort in @1984ehf HQ currently. Incredibly humbling to see this monumental task tackled in such a professional manner. pic.twitter.com/XKWOkKEiAL— 1984ehf (@1984ehf) November 18, 2017
Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44
Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ "Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn.“ 16. nóvember 2017 13:56