Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 09:44 Heimasíða Exton er meðal þeirra sem liggja niðri sökum bilunar hjá hýsingaraðilanum 1984. Exton er líklega stærsta fyrirtæki landsins þegar kemur að hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira