Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 09:44 Heimasíða Exton er meðal þeirra sem liggja niðri sökum bilunar hjá hýsingaraðilanum 1984. Exton er líklega stærsta fyrirtæki landsins þegar kemur að hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira
Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira