Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2017 06:00 Verslunin var opnuð í maí og er vel sótt alla daga vikunnar. vísir/eyþór Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira