Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 07:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. VÍSIR/VILHELM Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira