Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 07:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. VÍSIR/VILHELM Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“