Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 07:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. VÍSIR/VILHELM Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 milljónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötvaðist í höfuðstöðvum Orkuveitunnar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönnun Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að byggingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfsfólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Hornsteina arkitekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Nokkrar verkfræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggishönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönnunarstjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verður fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira