Helmingur námskeiða í framhaldsnámi í jarðfræði skorinn niður vegna fjársveltis Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:00 Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira