Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2017 21:00 Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira