Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel vísir/eyþór Mér finnst þetta hafa gengið mjög vel“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins þegar hann var spurður hvort hann væri upplitsdjarfur um að ná að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki í þjóðmálaþættinum Sprengisandi.Flokkarnir sammála um það sem þurfi að gera Sigurður Ingi telur að aðstæðurnar í samfélaginu kalli á stjórn sem geti farið í verkefni á borð við yfirvofandi kjarasamninga, uppbyggingu innviða og að efla samkeppnishæfi Íslands. „við erum dálítið sammála um það, þessi hópur, hvað gera þurfi,“ segir Sigurður Ingi um það hvernig viðræðurnar ganga. Hann telur brýnt að það sé öflug ríkisstjórn við stjórnvölinn sem geti tekið á þessum málum.Bæði þekking og reynsla í flokkunum Sigurður segir að samtal flokkanna þriggja hafi gengið mjög vel. „Það er augljóslega bæði mikil þekking og reynsla í þessum flokkum og sterkt bakland og það þarf auðvitað að eiga samtal við baklandið og þessi dagur verður notaður í það“ Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis í dag um viðræðurnar en ekki er vitað til formlegra funda þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Spurður að því hvor það sé mikill munur á viðræðunum nú en fyrir ári segir Sigurður Ingi svo vera. „Já mér fannst til dæmis umræðan um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í fyrra, eigum við að nota orðið, svolítið stórkarlaleg“, það voru allir með miklar yfirlýsingar en kannski ekki nægilega skýra sýn á hvað gera þyrfti. Þetta ár hefur kannski skilað dálítið litlu, ég held að það séu margir vonsviknir yfir því en á sama tíma hefur margt skýrst.“ Ef ekki tekst að mynda þessa ríkisstjórn segir Sigurður Ingi „þrengjast um kosti“ og að mögulega stefni í ástand eins og ríkti í fyrra „þar sem þetta gekk auðvitað bara illa, stjórnmálamönnum ekki til mikils sóma.“ Sigurður segir jafnframt að þrátt fyrir að flokkarnir þrír séu ólíkir gæti þetta orðið „mjög góð stjórn í þeim aðstæðum sem við búum við á Íslandi í dag,“ segir Sigurður.Sigurður segir að þingflokkar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem nýtist í viðræðunum.VísirFlokkarnir með sameiginlega sýn Sigurður Ingi segir að helsta vandamál Íslands sé pólitískur óstöðugleiki og til þess að ná fram sátt í samfélaginu telur hann þörf á „breiðri stjórn“ sem nái frá vinstri og hægri og yfir miðju. Hann segir að það hafi verið ánægjulegt að flokkarnir hafi haft sameiginlega sýn á það sem þyrfti að gera í samfélaginu fyrir kosningar. „Það voru velferðarmál, samgöngur, byggðir landsins, að allir landsmenn sitji við sama borð þegar kemur að þjónustu ríkisins og við erum akkúrat stödd þar og við getum farið í slík verkefni.“„Getum við ekki öll verið sammála um það?“„Það eru að ég held talsvert ólíkar væntingar úr þessum ólíku herbúðum en það sem allir eru sammála um, við núna í pólitíkinni í aðdraganda þessara kosninga töluðum held ég allir flokkar um með einhverjum hætti er. Það er sem sagt uppbyggingin í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Það er um það hvernig við gerum Ísland samkeppnishæfara inn í lengri framtíð, bæði fyrir unga fólkið okkar en líka alla hina hérna sem búa hérna á landinu. Hvernig viðhöldum við þessum efnahagslega stöðugleika sem við höfum náð frábærum árangri í á síðastliðnum árum?,“ segir Sigurður Ingi sem telur slagorð nýafstaðinnar kosningabaráttu Framsóknarflokksins eiga vel við nú: „Getum við ekki öll verið sammála um það?“ Tengdar fréttir Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Mér finnst þetta hafa gengið mjög vel“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins þegar hann var spurður hvort hann væri upplitsdjarfur um að ná að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki í þjóðmálaþættinum Sprengisandi.Flokkarnir sammála um það sem þurfi að gera Sigurður Ingi telur að aðstæðurnar í samfélaginu kalli á stjórn sem geti farið í verkefni á borð við yfirvofandi kjarasamninga, uppbyggingu innviða og að efla samkeppnishæfi Íslands. „við erum dálítið sammála um það, þessi hópur, hvað gera þurfi,“ segir Sigurður Ingi um það hvernig viðræðurnar ganga. Hann telur brýnt að það sé öflug ríkisstjórn við stjórnvölinn sem geti tekið á þessum málum.Bæði þekking og reynsla í flokkunum Sigurður segir að samtal flokkanna þriggja hafi gengið mjög vel. „Það er augljóslega bæði mikil þekking og reynsla í þessum flokkum og sterkt bakland og það þarf auðvitað að eiga samtal við baklandið og þessi dagur verður notaður í það“ Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis í dag um viðræðurnar en ekki er vitað til formlegra funda þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Spurður að því hvor það sé mikill munur á viðræðunum nú en fyrir ári segir Sigurður Ingi svo vera. „Já mér fannst til dæmis umræðan um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í fyrra, eigum við að nota orðið, svolítið stórkarlaleg“, það voru allir með miklar yfirlýsingar en kannski ekki nægilega skýra sýn á hvað gera þyrfti. Þetta ár hefur kannski skilað dálítið litlu, ég held að það séu margir vonsviknir yfir því en á sama tíma hefur margt skýrst.“ Ef ekki tekst að mynda þessa ríkisstjórn segir Sigurður Ingi „þrengjast um kosti“ og að mögulega stefni í ástand eins og ríkti í fyrra „þar sem þetta gekk auðvitað bara illa, stjórnmálamönnum ekki til mikils sóma.“ Sigurður segir jafnframt að þrátt fyrir að flokkarnir þrír séu ólíkir gæti þetta orðið „mjög góð stjórn í þeim aðstæðum sem við búum við á Íslandi í dag,“ segir Sigurður.Sigurður segir að þingflokkar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem nýtist í viðræðunum.VísirFlokkarnir með sameiginlega sýn Sigurður Ingi segir að helsta vandamál Íslands sé pólitískur óstöðugleiki og til þess að ná fram sátt í samfélaginu telur hann þörf á „breiðri stjórn“ sem nái frá vinstri og hægri og yfir miðju. Hann segir að það hafi verið ánægjulegt að flokkarnir hafi haft sameiginlega sýn á það sem þyrfti að gera í samfélaginu fyrir kosningar. „Það voru velferðarmál, samgöngur, byggðir landsins, að allir landsmenn sitji við sama borð þegar kemur að þjónustu ríkisins og við erum akkúrat stödd þar og við getum farið í slík verkefni.“„Getum við ekki öll verið sammála um það?“„Það eru að ég held talsvert ólíkar væntingar úr þessum ólíku herbúðum en það sem allir eru sammála um, við núna í pólitíkinni í aðdraganda þessara kosninga töluðum held ég allir flokkar um með einhverjum hætti er. Það er sem sagt uppbyggingin í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Það er um það hvernig við gerum Ísland samkeppnishæfara inn í lengri framtíð, bæði fyrir unga fólkið okkar en líka alla hina hérna sem búa hérna á landinu. Hvernig viðhöldum við þessum efnahagslega stöðugleika sem við höfum náð frábærum árangri í á síðastliðnum árum?,“ segir Sigurður Ingi sem telur slagorð nýafstaðinnar kosningabaráttu Framsóknarflokksins eiga vel við nú: „Getum við ekki öll verið sammála um það?“
Tengdar fréttir Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17