Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira