Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“ Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira