Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana. Srí Lanka Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana.
Srí Lanka Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira