Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2017 12:00 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir meðal annars nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á Dettifossvegi. vísir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en í gær sendu samtökin frá sér nokkuð harðorða yfirlýsingu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í yfirlýsingunni er því velt upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar þar sem skammtímagróði ræður för en ekki sé horft til framtíðar. „Rétt er að benda á að gangi áætlanir eftir hvað varðar gjaldeyrissköpun ferðaþjónustunnar á þessu ári má ætla að nýjar tekjur ríkisins af greininni muni nema um 20 milljörðum kr. á árinu. Þannig munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni í heild sinni fara úr 70 milljörðum í 90 milljarða á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni.Samgöngur lífæð ferðaþjónustunnar Helga segir að ef menn ætli að tryggja verðmætasköpun til lengri tíma þá þurfi að byggja upp innviði, hvort sem um sé að ræða samgöngur eða aðra innviði. „Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og undirstaða hagsældar okkar allra. Við teljum með ólíkindum að það sé enn og aftur verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. Þetta er lífæð ferðaþjónustunnar vegna þess að við þurfum að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það allan ársins hring og þá þurfa vegir að vera greiðfærir allt árið,“ segir Helga í samtali við Vísi og bætir við að svæðin úti á landi eigi því mikið undir því hvað varðar dreifingu og álagsstýringu. Úrbætur í samgöngumálum séu þar lykilatriði. Þá bendir Helga jafnframt á að undanfarin ár hafi ekki verið sett nægt fjármagn í að viðhalda vegum landsins svo vegakerfið sé í raun að grotna niður.Uppbygging innviða í ferðaþjónustunni nýtist öllum í landinu „Ef menn ætla að tryggja hagsæld til framtíðar þá þarf að byggja upp hvort sem það eru samgöngur eða aðrir innviðir þá þýðir ekki að láta stundargróða ráða för. Ríkið hefur haft miklar tekjur í formi skatta og þjónustugjalda af ferðaþjónustunni undanfarin ár. Ef menn ætla hins vegar ekki að byggja upp og tryggja þannig þau gæði og grunn sem er nauðsynlegur til framtíðar þá geta menn ekki vænst verðmætasköpunar og þannig velferðar fyrir okkur öll til lengri tíma. Þess vegna veltir maður því upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar,“ segir Helga. Hún bendir einnig á að ferðaþjónustan eigi það sameiginlegt með almenningi í landinu að innviðauppbyggingin til handa ferðaþjónustunni nýtist öllum sem hér búa. „Þetta er bara orðið þannig að þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins og við erum jú öll að fara um þjóðveginn. Við eigum því öll mikið undir því að samgöngukerfið verði bætt; heimamenn, innlendir ferðamenn sem og erlendir gestir.“Nauðsynlegt að fara strax í úrbætur á Dettifossvegi og á veginum um Berufjörð Mikið hefur verið rætt um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf á tveimur vegum þar sem fjöldi ferðamanna fer um ár hvert, annars vegar á Dettifossvegi og hins vegar á veginum um Berufjörð sem er ómalbikaður og er hluti af hringveginum. Helga segir nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á báðum þessum vegum og hafa samtökin ítrekað kallað eftir þeim. „Til dæmis með Dettifossveg þá hefur þar orðið meiri meðaltalsaukning umferðar en annars staðar á landinu síðustu misseri. Við eigum sannarlega segla á þessu svæði eins og Dettifoss og Ásbyrgi. Hringakstur um svæðið þarf að vera greiðfær allt árið um kring en þannig náum við þeirri dreifingu og álagsstýringu sem er svo eftirsótt, rétt eins og annars staðar um landið.“ Helga nefnir einnig veginn um Berufjörð og Uxahryggjaveg frá Borgarfirði yfir á Þingvelli. „Þessar samgöngubætur nýtast til að dreifa álagi og því er þessi niðurskurður gríðarlega mikil vonbrigði. Þessa innviði verður að byggja upp til að tryggja þau gæði og þann grunn sem nauðsynlegur er til að byggja á til framtíðar. Við skulum ekki gleyma því að verðmætasköpun er grunnur hagsældar og þannig velferðar allra landsmanna.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en í gær sendu samtökin frá sér nokkuð harðorða yfirlýsingu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í yfirlýsingunni er því velt upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar þar sem skammtímagróði ræður för en ekki sé horft til framtíðar. „Rétt er að benda á að gangi áætlanir eftir hvað varðar gjaldeyrissköpun ferðaþjónustunnar á þessu ári má ætla að nýjar tekjur ríkisins af greininni muni nema um 20 milljörðum kr. á árinu. Þannig munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni í heild sinni fara úr 70 milljörðum í 90 milljarða á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni.Samgöngur lífæð ferðaþjónustunnar Helga segir að ef menn ætli að tryggja verðmætasköpun til lengri tíma þá þurfi að byggja upp innviði, hvort sem um sé að ræða samgöngur eða aðra innviði. „Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og undirstaða hagsældar okkar allra. Við teljum með ólíkindum að það sé enn og aftur verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. Þetta er lífæð ferðaþjónustunnar vegna þess að við þurfum að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það allan ársins hring og þá þurfa vegir að vera greiðfærir allt árið,“ segir Helga í samtali við Vísi og bætir við að svæðin úti á landi eigi því mikið undir því hvað varðar dreifingu og álagsstýringu. Úrbætur í samgöngumálum séu þar lykilatriði. Þá bendir Helga jafnframt á að undanfarin ár hafi ekki verið sett nægt fjármagn í að viðhalda vegum landsins svo vegakerfið sé í raun að grotna niður.Uppbygging innviða í ferðaþjónustunni nýtist öllum í landinu „Ef menn ætla að tryggja hagsæld til framtíðar þá þarf að byggja upp hvort sem það eru samgöngur eða aðrir innviðir þá þýðir ekki að láta stundargróða ráða för. Ríkið hefur haft miklar tekjur í formi skatta og þjónustugjalda af ferðaþjónustunni undanfarin ár. Ef menn ætla hins vegar ekki að byggja upp og tryggja þannig þau gæði og grunn sem er nauðsynlegur til framtíðar þá geta menn ekki vænst verðmætasköpunar og þannig velferðar fyrir okkur öll til lengri tíma. Þess vegna veltir maður því upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar,“ segir Helga. Hún bendir einnig á að ferðaþjónustan eigi það sameiginlegt með almenningi í landinu að innviðauppbyggingin til handa ferðaþjónustunni nýtist öllum sem hér búa. „Þetta er bara orðið þannig að þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins og við erum jú öll að fara um þjóðveginn. Við eigum því öll mikið undir því að samgöngukerfið verði bætt; heimamenn, innlendir ferðamenn sem og erlendir gestir.“Nauðsynlegt að fara strax í úrbætur á Dettifossvegi og á veginum um Berufjörð Mikið hefur verið rætt um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf á tveimur vegum þar sem fjöldi ferðamanna fer um ár hvert, annars vegar á Dettifossvegi og hins vegar á veginum um Berufjörð sem er ómalbikaður og er hluti af hringveginum. Helga segir nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á báðum þessum vegum og hafa samtökin ítrekað kallað eftir þeim. „Til dæmis með Dettifossveg þá hefur þar orðið meiri meðaltalsaukning umferðar en annars staðar á landinu síðustu misseri. Við eigum sannarlega segla á þessu svæði eins og Dettifoss og Ásbyrgi. Hringakstur um svæðið þarf að vera greiðfær allt árið um kring en þannig náum við þeirri dreifingu og álagsstýringu sem er svo eftirsótt, rétt eins og annars staðar um landið.“ Helga nefnir einnig veginn um Berufjörð og Uxahryggjaveg frá Borgarfirði yfir á Þingvelli. „Þessar samgöngubætur nýtast til að dreifa álagi og því er þessi niðurskurður gríðarlega mikil vonbrigði. Þessa innviði verður að byggja upp til að tryggja þau gæði og þann grunn sem nauðsynlegur er til að byggja á til framtíðar. Við skulum ekki gleyma því að verðmætasköpun er grunnur hagsældar og þannig velferðar allra landsmanna.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37