Mótmæli sveitunga munu engu breyta Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Svavar Pétur Eysteinsson bóndi segir óboðlegt að fresta eigi framkvæmdinni. Þau hjónin sprengdu þrjú dekk á einni viku í fyrrasumar og hyggjast mótmæla þar til stjórnvöld skilja að "þetta rugl“ verði ekki látið líðast. Mynd/Ólafur Björnsson „Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
„Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57