Geðlæknirinn á Litla-Hrauni hætti því ekki var hægt að veita lágmarksþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 20:26 Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00