Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Fanginn afplánaði fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015. vísir/pjetur „Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30
Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56
Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04