Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. september 2017 06:00 Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni vísir/eyþór Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent