PSG niðurlægði Bæjara Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 19:30 PSG lítur vel út. vísir/getty Paris Saint-Germain byrjar Meistaradeildina í ár afar sannfærandi en eftir 5-0 sigur á Celtic í fyrstu umferðinni pakkaði liðið Þýskalandsmeisturum Bayern München í kvöld, 3-0. Brasilíski bakvörðurinn Dani Alves kom PSG á bragðið eftir tæpar tvær mínútur og Úrúgvæinn Edinson Cavani tvöfaldaði forskot Frakkanna á 31. mínútu, 2-0. Það var svo annar brasilískur töframaður, Neymar, sem innsiglaði 3-0 sigur Parísarliðsins með þriðja markinu á 63. mínútu en PSG var miklu betri aðilinn í kvöld. PSG er efst í B-riðlinum með sex stig en Bayern og Celtic eru með þrjú stig. Celtic gerði góða ferð til Belgíu og vann Anderlecht, 3-0, í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Paris Saint-Germain byrjar Meistaradeildina í ár afar sannfærandi en eftir 5-0 sigur á Celtic í fyrstu umferðinni pakkaði liðið Þýskalandsmeisturum Bayern München í kvöld, 3-0. Brasilíski bakvörðurinn Dani Alves kom PSG á bragðið eftir tæpar tvær mínútur og Úrúgvæinn Edinson Cavani tvöfaldaði forskot Frakkanna á 31. mínútu, 2-0. Það var svo annar brasilískur töframaður, Neymar, sem innsiglaði 3-0 sigur Parísarliðsins með þriðja markinu á 63. mínútu en PSG var miklu betri aðilinn í kvöld. PSG er efst í B-riðlinum með sex stig en Bayern og Celtic eru með þrjú stig. Celtic gerði góða ferð til Belgíu og vann Anderlecht, 3-0, í kvöld.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn