Formaður framsóknarkvenna hættir í flokknum: Segir hannaða atburðarás hafa markað djúp spor Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2017 13:51 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna. Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00