Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester City vann sinn annan leik í röð eftir stjóraskiptin þegar liðið bar sigurorð af Hull City, 3-1, á heimavelli.
Hull komst yfir með marki Sams Clucas á 14. mínútu en Christian Fuchs jafnaði metin á 27. mínútu.
Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra, Riyad Mahrez, kom Leicester yfir á 59. mínútu og í uppbótartíma skoraði Tom Huddlestone svo sjálfsmark. Lokatölur 3-1, Leicester í vil. Englandsmeistararnir eru í 15. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.
Ítalski framherjinn Manolo Gabbiadini heldur áfram að gera það gott fyrir Southampton en hann skoraði eitt marka liðsins í 3-4 útisigri á Watford.
Gabbiadini er búinn að skora sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir Dýrlingana sem eru komnir upp í 10. sæti deildarinnar. Watford er hins vegar komið niður í 14. sætið.
Crystal Palace lyfti sér upp úr fallsæti með 0-2 útisigri á West Brom. Kantmennirnir Wilfried Zaha og Andros Townsend gerðu mörkin.
Marko Arnautovic skoraði bæði mörk Stoke City í 2-0 sigri á Middlesbrough sem hefur ekki unnið deildarleik síðan 17. desember.
Fernando Llorente skoraði tvívegis í 3-2 sigri Swansea City á Burnley.
Í fyrsta leik dagsins skildu Manchester United og Bournemouth jöfn, 1-1.
Úrslit dagsins:
Leicester 3-1 Hull
0-1 Sam Clucas (14.), 1-1 Christian Fuchs (28.), 2-1 Riyad Mahrez (59.), 3-1 Tom Huddlestone, sjálfsmark (90+1.).
Watford 3-4 Southampton
1-0 Troy Deeney (4.), 1-1 Dusan Tadic (28.), 1-2 Nathan Redmond (45+2.), 2-2 Stefano Okaka (79.), 2-3 Manolo Gabbiadini (83.), 2-4 Redmond (86.), 3-4 Abdoulaye Doucoure (90+4.).
West Brom 0-2 Crystal Palace
0-1 Wilfried Zaha (55.), 0-2 Andros Townsend (84.).
Stoke 2-0 Middlesbrough
1-0 Marko Arnautovic (29.), 2-0 Arnautovic (42.).
Swansea 3-2 Burnley
1-0 Fernando Llorente (12.), 1-1 Andre Gray, víti (20.), 1-2 Gray (61.), 2-2 Martin Olsson (69.), 3-2 Fernando Llorente (90+2.).
Man Utd 1-1 Bournemouth
1-0 Marcos Rojo (23.), 1-1 Joshua King, víti (40.).
Rautt spjald: Andrew Surman, Bournemouth (45.).
