Á myndbandinu má sjá Macron ganga að hersingu leiðtoga NATO-ríkja þar sem hann stefnir fyrst í átt að Trump sem heldur út höndunum eins og hann sé að fara að taka á móti Macon. Frakklandsforseti breytir svo skyndilega um stefnu og gengur að Merkel og heilsar henni og nokkrum þjóðarleiðtogum til viðbótar áður en röðin kemur að Trump.
Handaband Macron og Trump verður svo afskaplega ankannalegt – ekki í fyrsta sinn sem undarleg handabönd Trump og annarra þjóðarleiðtoga vekja athygli.
Sjá má myndband af atvikinu að neðan.