Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meira máli en hreimurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 12:30 Nichole Leigh Mosty og Eliza Reid. Vísir/Vilhelm Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“ Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira