Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2017 20:24 Páll Magnússon og Egill Helgason Vísir/Anton/GVA Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“ Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“
Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08