Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2017 20:24 Páll Magnússon og Egill Helgason Vísir/Anton/GVA Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“ Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“
Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08