May segir Trump hafa gert rangt með að gagnrýna borgarstjóra London Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 18:05 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04