Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Pétur Viðarsson tekur hér á móti boltanum á æfingu FH-inga á Kaplakrikavelli í vikunni. Leikmenn vita að það er mikið í húfi í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00