Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 21:47 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur verið sagður hafa borið ábyrgð á því að kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hann neitar því. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra tímabundið þegar tillaga um að veita kynferðisbrotamanninum Robert Downey uppreist æru var afgreidd úr ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld hafnar forsætisráðherra því að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísar hann til leiðara Fréttablaðsins í dag sem það var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. „Staðreynd málsins er sú að ég gegndi ekki embætti fyrir innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd í ráðuneytinu. Ekki heldur þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn eða voru lögð fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun,“ skrifar Bjarni. Hann segir tillöguna um Robert hafa verið kynnta á ríkisstjórnarfundi 15. september í fyrra af þáverandi forsætisráðherra. Slík mál séu aðeins kynnt en ekki samþykkt í ríkisstjórn. Innanríkisráðuneytið hafi sent tillöguna til forseta til samþykktar 16. september.Sagðist hafa tekið við niðurstöðu ráðuneytisinsHugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Morgunblaðið staðhæfði í morgun að Bjarni hefði gegnt embætti Ólafar frá 27. október til 18. nóvember í fyrra. Ólöf hafi undirritað tillöguna 14. september. Ekki kemur fram hver heimildin fyrir tímalínu Morgunblaðsins er en hún birtist með viðtali við Sigríði Á. Andersen, núverandi dómsmálráðherra og samflokkskonu Bjarna.Getur óskað eftir lögmannsréttindum aftur þrátt fyrir kynferðisbrotadómRobert Downey hét áður Róbert Árni Hreiðarsson. Honum var veitt uppreist æru í september. Hann var starfandi lögmaður þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum ungum stúlkum árið 2008. Mál hans komst í hámæli í sumar þegar Hæstiréttur ákvað að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín aftur með vísan til þess að stjórnvöld hefðu veitt honum uppreist æru. Hann hefur síðan verið kærður aftur fyrir kynferðisbrot.Uppfært 22:46 Síðustu millifyrirsögn breytt. Af henni mátti upphaflega skilja að Robert Downey hefði þegar fengið lögmannsréttindi sín aftur. Uppreist æru Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Stígur fram vegna máls Robert Downey: „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður“ Lilja Magnúsdóttir birti í dag pistil á Facebook þar sem hún segir frá máli dóttur sinnar og því augnabliki þegar hún sagði frá reynslu sinni af samskiptum við embættismann í bænum. 27. júlí 2017 22:05 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra tímabundið þegar tillaga um að veita kynferðisbrotamanninum Robert Downey uppreist æru var afgreidd úr ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld hafnar forsætisráðherra því að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísar hann til leiðara Fréttablaðsins í dag sem það var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. „Staðreynd málsins er sú að ég gegndi ekki embætti fyrir innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd í ráðuneytinu. Ekki heldur þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn eða voru lögð fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun,“ skrifar Bjarni. Hann segir tillöguna um Robert hafa verið kynnta á ríkisstjórnarfundi 15. september í fyrra af þáverandi forsætisráðherra. Slík mál séu aðeins kynnt en ekki samþykkt í ríkisstjórn. Innanríkisráðuneytið hafi sent tillöguna til forseta til samþykktar 16. september.Sagðist hafa tekið við niðurstöðu ráðuneytisinsHugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Morgunblaðið staðhæfði í morgun að Bjarni hefði gegnt embætti Ólafar frá 27. október til 18. nóvember í fyrra. Ólöf hafi undirritað tillöguna 14. september. Ekki kemur fram hver heimildin fyrir tímalínu Morgunblaðsins er en hún birtist með viðtali við Sigríði Á. Andersen, núverandi dómsmálráðherra og samflokkskonu Bjarna.Getur óskað eftir lögmannsréttindum aftur þrátt fyrir kynferðisbrotadómRobert Downey hét áður Róbert Árni Hreiðarsson. Honum var veitt uppreist æru í september. Hann var starfandi lögmaður þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum ungum stúlkum árið 2008. Mál hans komst í hámæli í sumar þegar Hæstiréttur ákvað að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín aftur með vísan til þess að stjórnvöld hefðu veitt honum uppreist æru. Hann hefur síðan verið kærður aftur fyrir kynferðisbrot.Uppfært 22:46 Síðustu millifyrirsögn breytt. Af henni mátti upphaflega skilja að Robert Downey hefði þegar fengið lögmannsréttindi sín aftur.
Uppreist æru Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Stígur fram vegna máls Robert Downey: „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður“ Lilja Magnúsdóttir birti í dag pistil á Facebook þar sem hún segir frá máli dóttur sinnar og því augnabliki þegar hún sagði frá reynslu sinni af samskiptum við embættismann í bænum. 27. júlí 2017 22:05 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00
Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14
Stígur fram vegna máls Robert Downey: „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður“ Lilja Magnúsdóttir birti í dag pistil á Facebook þar sem hún segir frá máli dóttur sinnar og því augnabliki þegar hún sagði frá reynslu sinni af samskiptum við embættismann í bænum. 27. júlí 2017 22:05
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00