„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira