Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 18:45 Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sjá meira