Skýrslan er ákall um aðgerðir Svavar Hávarðsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var íbyggin við kynningu skýrslunnar enda er ljóst að verkefni hennar næstu árin risavaxið. vísir/anton brink Ekki er mögulegt að ná fram þeim samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til samkvæmt Parísarsamkomulaginu nema undanskilja losun frá stóriðju – en sú losun fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir og telst ekki með. Ljóst er að möguleikar Íslands eru miklir þegar kemur að samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti var kynnt í gær. Skýrslan er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til að byggja undir stefnumótun í loftslagsmálum, líkt og áþekk skýrsla frá árinu 2009 sem lá áætlun Íslands til grundvallar um að standa við skuldbindingar til ársins 2020 samkvæmt ákvæðum Kýótó-bókunarinnar. „Það er ekki endilega svo, vegna þess að stóriðjan er ekki inni í skuldbindingum okkar gagnvart Parísarsamkomulaginu,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, spurð hvort sú tilfinning sé rétt að skýrslan sé svört og opinberi að staða Íslands í loftslagsmálum sé slæm. „Ef við horfum á þetta með þeim gleraugum þá er þetta vel gerlegt. En þetta væri mjög þungur róður ef sú væri ekki raunin og losun stóriðju teldi,“ segir Brynhildur og játar því að í skýrslunni felist ákall til stjórnvalda um að taka myndarlega til hendinni í málaflokknum – og það strax. Eins segir Brynhildur að forsendur skýrslunnar verði að skoðast með tilliti til þess hversu mikið binding kolefnis mun telja í útreikningum framtíðarinnar – líklega verði sett þak á það, en sóknarfæri Íslands eru nokkuð mikil í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. „Það eru aðgerðir í hverjum einasta geira sem hægt er að ráðast í og eru tæknilega mögulegar í dag. Nema í stóriðjunni, það er að segja,“ segir Brynhildur. „Það er líka áhugavert að margar þessara aðgerða geta skilað þjóðhagslegum ábata þegar horft er til lengri tíma. Þetta er eins og með hitaveituvæðinguna sem var dýr – en það má líta rafbílavæðingu sömu augum.“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á kynningarfundinum af allan vafa um metnað sinn til að taka til hendinni. Hún ætlar að skila skýrslu til Alþingis strax í þessum mánuði þar sem fullt tillit verður tekið til úttektar Hagfræðistofnunar, sem er mikil að vöxtum. Hún vísaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið og að áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum.Aukning allt að 99%Spáð er aukningu í losun um 53-99% til 2030 miðað við 1990.Ef kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu er tekin með er aukningin heldur minni, eða 33-79%.Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata.Að óbreyttu stefnir í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt er hins vegar mögulegt ef gripið verður til fjölbreyttra mótvægisaðgerða.40% lægri nettólosun 2030 en útstreymi ársins 1990 er landsmarkmið Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. 13. febrúar 2017 14:15 Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um fimmtíu til hundrað prósent á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. 13. febrúar 2017 20:54 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki er mögulegt að ná fram þeim samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til samkvæmt Parísarsamkomulaginu nema undanskilja losun frá stóriðju – en sú losun fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir og telst ekki með. Ljóst er að möguleikar Íslands eru miklir þegar kemur að samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti var kynnt í gær. Skýrslan er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til að byggja undir stefnumótun í loftslagsmálum, líkt og áþekk skýrsla frá árinu 2009 sem lá áætlun Íslands til grundvallar um að standa við skuldbindingar til ársins 2020 samkvæmt ákvæðum Kýótó-bókunarinnar. „Það er ekki endilega svo, vegna þess að stóriðjan er ekki inni í skuldbindingum okkar gagnvart Parísarsamkomulaginu,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, spurð hvort sú tilfinning sé rétt að skýrslan sé svört og opinberi að staða Íslands í loftslagsmálum sé slæm. „Ef við horfum á þetta með þeim gleraugum þá er þetta vel gerlegt. En þetta væri mjög þungur róður ef sú væri ekki raunin og losun stóriðju teldi,“ segir Brynhildur og játar því að í skýrslunni felist ákall til stjórnvalda um að taka myndarlega til hendinni í málaflokknum – og það strax. Eins segir Brynhildur að forsendur skýrslunnar verði að skoðast með tilliti til þess hversu mikið binding kolefnis mun telja í útreikningum framtíðarinnar – líklega verði sett þak á það, en sóknarfæri Íslands eru nokkuð mikil í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. „Það eru aðgerðir í hverjum einasta geira sem hægt er að ráðast í og eru tæknilega mögulegar í dag. Nema í stóriðjunni, það er að segja,“ segir Brynhildur. „Það er líka áhugavert að margar þessara aðgerða geta skilað þjóðhagslegum ábata þegar horft er til lengri tíma. Þetta er eins og með hitaveituvæðinguna sem var dýr – en það má líta rafbílavæðingu sömu augum.“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á kynningarfundinum af allan vafa um metnað sinn til að taka til hendinni. Hún ætlar að skila skýrslu til Alþingis strax í þessum mánuði þar sem fullt tillit verður tekið til úttektar Hagfræðistofnunar, sem er mikil að vöxtum. Hún vísaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið og að áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum.Aukning allt að 99%Spáð er aukningu í losun um 53-99% til 2030 miðað við 1990.Ef kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu er tekin með er aukningin heldur minni, eða 33-79%.Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata.Að óbreyttu stefnir í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt er hins vegar mögulegt ef gripið verður til fjölbreyttra mótvægisaðgerða.40% lægri nettólosun 2030 en útstreymi ársins 1990 er landsmarkmið Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. 13. febrúar 2017 14:15 Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um fimmtíu til hundrað prósent á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. 13. febrúar 2017 20:54 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. 13. febrúar 2017 14:15
Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um fimmtíu til hundrað prósent á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. 13. febrúar 2017 20:54