Trump ítrekar að að „rangt“ fólk fái ekki að koma til Bandaríkjanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira