Lýsingar á leikjum Man. Utd héldu lífi í manni sem var haldið föngnum og pyntaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2017 23:30 Shahbaz Taseer mynd/bbc Pakistananum Shahbaz Taseer var haldið föngnum af byssumönnum í ágúst árið 2011 í borginni Lahore í Pakistan. Hann var gripinn af þeim nokkrum mánuðum eftir að faðir hans var myrtur fyrir að mótmæla lögum Pakistan um guðlast. Taseer var pyntaður miskunnarlaust á meðan hann var í haldi en útvarp sem stillt var á þáttinn Sportsworld á BBC hélt í honum lífi, að eigin sögn. Hann gat hlustað á útvarpslýsingar leikja með uppáhaldsliðinu sínu, Manchester United, og þannig barðist hann í gegnum óhugnaðinn. „Útvarpið breytti öllu hjá mér. Það hélt mér heilum á geði. Ég hlakkaði til hvers laugardags og sunnudags þegar ég gat hlustað á Sportsworld,“ segir Taseer í viðtali við breska ríkisútvarpið en Sportsworld er gríðarlega vinsæll íþróttaþáttur sem er á dagskrá um helgar. Hlustun á hann í Afríku og austurlöndum fjær er mikil. „Vörðurinn minn og ég fengum heyrnatól til að hlusta á leikina. Ég man þegar Ashley Young skoraði mark í Manchester-slagnum og ég trylltist eins og hver annar stuðningsmaður. Munurinn var að ég og vörðurinn héldum fyrir munninn á hvor öðrum en það heyrðust læti í keðjunum. Ég var hlekkjaður á höndum og fótum en ég fagnaði samt.“ „Þarna vorum við tveir menn frá sitthvorum heiminum. Ég fangi og hann með mig í haldi en báðir elskum við sama liðið. Samt gátum við ekki fagnað almennilega saman út af stöðinni sem við vorum í. Við nutum samt leiksins meira en allir í heiminum,“ segir Taseer. Manchester United sendi Taseer áritaða treyju þegar það heyrði af raunum hans. „Það gaf mér frið bara að heyra lýsandann öskra að Rooney skoraði mark þrátt fyrir að United var að tapa 3-1 eða eitthvað. Það gaf mér frið að heyra nöfnin og þegar menn töluðu um möguleg kaup eða sölur. Ég heyrði meðal annars kveðjuræðu Sir Alex Ferguson. Ég var með tár í augunum því ég vildi ekki að hann myndi hætta,“ segir Shabaz Taseer.Allt viðtalið má heyra hér. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Pakistananum Shahbaz Taseer var haldið föngnum af byssumönnum í ágúst árið 2011 í borginni Lahore í Pakistan. Hann var gripinn af þeim nokkrum mánuðum eftir að faðir hans var myrtur fyrir að mótmæla lögum Pakistan um guðlast. Taseer var pyntaður miskunnarlaust á meðan hann var í haldi en útvarp sem stillt var á þáttinn Sportsworld á BBC hélt í honum lífi, að eigin sögn. Hann gat hlustað á útvarpslýsingar leikja með uppáhaldsliðinu sínu, Manchester United, og þannig barðist hann í gegnum óhugnaðinn. „Útvarpið breytti öllu hjá mér. Það hélt mér heilum á geði. Ég hlakkaði til hvers laugardags og sunnudags þegar ég gat hlustað á Sportsworld,“ segir Taseer í viðtali við breska ríkisútvarpið en Sportsworld er gríðarlega vinsæll íþróttaþáttur sem er á dagskrá um helgar. Hlustun á hann í Afríku og austurlöndum fjær er mikil. „Vörðurinn minn og ég fengum heyrnatól til að hlusta á leikina. Ég man þegar Ashley Young skoraði mark í Manchester-slagnum og ég trylltist eins og hver annar stuðningsmaður. Munurinn var að ég og vörðurinn héldum fyrir munninn á hvor öðrum en það heyrðust læti í keðjunum. Ég var hlekkjaður á höndum og fótum en ég fagnaði samt.“ „Þarna vorum við tveir menn frá sitthvorum heiminum. Ég fangi og hann með mig í haldi en báðir elskum við sama liðið. Samt gátum við ekki fagnað almennilega saman út af stöðinni sem við vorum í. Við nutum samt leiksins meira en allir í heiminum,“ segir Taseer. Manchester United sendi Taseer áritaða treyju þegar það heyrði af raunum hans. „Það gaf mér frið bara að heyra lýsandann öskra að Rooney skoraði mark þrátt fyrir að United var að tapa 3-1 eða eitthvað. Það gaf mér frið að heyra nöfnin og þegar menn töluðu um möguleg kaup eða sölur. Ég heyrði meðal annars kveðjuræðu Sir Alex Ferguson. Ég var með tár í augunum því ég vildi ekki að hann myndi hætta,“ segir Shabaz Taseer.Allt viðtalið má heyra hér.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira