Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017 Donald Trump Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017
Donald Trump Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira