Segir ráðherra hafa hótað deiluaðilum: „Maður var í raun og veru með byssu við höfuð sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:00 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08