Innlent

„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist telja að sjómenn hafi samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því lagasetning hafi verið yfirvofandi. Þannig hafi þeir valið skárri kostinn.„Held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt. Ég held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já,“ segir Valmundur.Hann segir að mikil vinna sé framundan. „Við förum núna að vinna eftir nýjum kjarasamningi. Það tekur tíma að snurfusa hann og slípa og vinna eftir honum. Það er hellingur sem við eigum eftir að gera. Það á eftir að taka í sambandi við fiskveiði, slíka kerfið til og fullt af hlutum framundan og nóg af vinnu til að koma þessu í framkvæmd.“Sjómenn samþykktu í kvöld kjarasamning við SFS með tæplega 53 prósentum atkvæða, en nei sögðu alls 46,9 prósent. Verkfalli hefur þar af leiðandi verið afstýrt og munu sjómenn halda út á miðin strax í kvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.