Innlent

Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri.
Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán
„Ég neita að tjá mig núna um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um fyrirhugaða lagasetningu á verkfall sjómanna.

Sjómenn samþykktu í kvöld nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir hafa verið í verkfalli í tíu vikur og ljóst að lagasetning var yfirvofandi. Verkfallinu hefur nú verið afstýrt og halda sjómenn út á miðin strax í kvöld.

Vilhjálmur segir það ákveðinn létti að samningarnir hafi verið samþykktir en á sama tíma áhyggjuefni yfir hversu tæpt samþykktin stóð. Tæp 53 samþykktu samninginn á meðan 47 prósent sögðu nei.

Mikilvægt að auka traust

„Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandssögunnar, ef þannig má að orði komast, þá er viss léttir í því. En það er alltaf smá kvíðbogi þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem nærri helmingur félagsmanna er ekki sáttur. Það er bara eitthvað sem þarf að skoða og reyna að vinna með. En samt sem áður, meirihlutinn hefur talað,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að næstu skref verði að auka traust á milli sjómanna og útvegsmanna. „Ég held það sé mikilvægt fyrir okkur bæði í forystu sjómanna og útgerðarmanna – núna verða menn að auka þetta traust. Það hefur verið vantraust og tortryggni á milli útgerðarmanna og sjómanna og það er eitthvað verkefni sem menn þurfa svo sannarlega að vinna með og ég ætla rétt að vona að þetta sé fyrsta skrefið í átt til þess.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×