Innlent

Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá talningunni í kvöld.
Frá talningunni í kvöld. vísir/jói
Sjómenn hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Niðurstöðurnar voru gerðar ljósar nú fyrir skömmu.Tæplega 53 prósent samþykktu samninginn, eða alls 623. Nei sögðu 46,9  prósent eða 558 manns. Auðir seðlar voru átta talsins, sem jafngildir 0,7 prósent atkvæða. Á kjörskrá voru 2214 en alls kusu 1189 manns, eða 54 prósent.Tvísýnt þótti hvort samningarnir yrðu samþykktir en forysta Sjómannasambandsins taldi samninga mjög góða. Þeir voru kynntir félagsmönnum í gær, eftir að samningar tókust við SFS aðfaranótt laugardags, og fóru síðan í atkvæðagreiðslu í dag.Þetta þýðir að verkfalli sjómanna hefur verið afstýrt og sjómenn munu því halda út á miðin strax í kvöld. Verkfallið hefur staðið yfir í tíu vikur og er þar af leiðandi lengsta verkfall sjómanna í sögunni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.