Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fjölmiðla vera að ljúga um slæm áhrif innflytjenda í Svíþjóð. Eftir að forsetinn virtist um helgina vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem aldrei gerðist, sagðist hann, eftir að Svíar inntu hann eftir svörum, hafa verið að tala um innslag í Fox News, sem sýnt var á föstudagskvöldið. Sendiráð Svíþjóðar tísti í gær að starfsmenn þess hlökkuðu til að kynna innflytjendastefnu Svíþjóðar fyrir Trump.Give the public a break - The FAKE NEWS media is trying to say that large scale immigration in Sweden is working out just beautifully. NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 20, 2017 Innslagið sem um ræðir var sýnt í Tucker Carson Tonight á Fox, en sænskir fjölmiðlar segja að innihalda margar rangfærslur og ýkjur. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir rangar upplýsingar og fréttir um hið meinta „ástand“ í Svíþjóð fara sífellt fjölgandi. Aftonbladet hefur tekið saman nokkar rangfærslur úr þættinum. Þar ræðir Tucker Carlson við kvikmyndagerðarmanninn Ami Horowitz. Hann gerði innslag fyrir þáttinn þar sem hann ræddi við blaðamann og tvo lögregluþjóna um „ástandið“ í Svíþjóð. Undir lok þáttarins sagði Horowitz að „ekki væri svo langt frá“ fyrstu hryðjuverkaárás Íslamista í Svíþjóð. Þar var hann að tala um sprengjuárás Taimour Abdulwahab í Stokkhólmi árið 2010. Abdulwahab var sá eini sem lét lífið.Horowitz hélt því einnig fram að skotárásum og nauðgunum hefði farið fjölgandi frá því að Svíar „opnuðu landamæri sín“. Aftonbladet bendir hins vegar á að glæpum hafi farið fjölgandi árið 2015, en séu um það bil jafn margir og þeir voru árið 2005. Ofbeldisglæpum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Þá hafi nauðgunum fækkað um tólf prósent árið 2015 frá árinu 2014. Þar að auki heldur lögreglan utan um fjölda glæpa sem innflytjendur fremja og segja þá tengjast tiltölulega fáum glæpum.Horowitz sagði flóttamenn vera á bakvið aukna tíðni glæpa í Svíþjóð og að yfirvöld væru að hylma yfir það. Aftonbladet segir enga tölfræði sem styðji þessa fullyrðingu vera til. Hins vegar sýni rannsókn frá árinu 2005 að innflytjendur voru líklegri til að verða fyrir glæpum en aðrir.Því var haldið fram á Fox að 160 þúsund flóttamenn hafi komið til Svíþjóðar í fyrra og einungis 500 þeirra hafi fengið vinnu. Hið rétta er að 30 þúsund flóttamenn sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Árið 2015 sóttu hins vegar 164 þúsund flóttamenn um hæli. Það kom þó í ljós í fyrra að af þeim rúmlega hundrað og sextíu þúsund flóttamönnum sem komu til Svíþjóðar hafi einungis fimm hundruð fengið vinnu. Það var í maí í fyrra. Aftonbladet segir þetta hafa gerst vegna þess að yfirvöld í Svíþjóð hafi ekki sett atvinnu í forgang þegar flóttamannafjöldinn var í hámarki.Því var einnig haldið fram að í Svíþjóð væru svæði þar sem lögreglan treysti sér ekki til að fara í þar sem þau væru svo hættuleg. Sú staðhæfing byggir á skýrslu sem lögreglan gaf út í febrúar í fyrra. Hún fjallaði um viðkvæm úthverfi í Svíþjóð. Þar var hins vegar aldrei haldið fram að lögreglan þorði ekki inn á þessi svæði.„Hann er brjálaður“ Lögregluþjónarnir tveir sem Horowitz ræddi við í innslagi sínu segja svör sín hafa verið tekin úr samhengi og eru mjög ósáttir við hann. Þeir segja viðtalið einnig hafa verið tekið á röngum forsendum. Það hafi átt að vera um glæpi og svæði með hága glæpatíðni. Innflytjendur og flóttafólk hafi aldrei borið á góma. Í samtali við Dagens Nyheter segja þeir Horwitz vera brjálaðan. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50 Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fjölmiðla vera að ljúga um slæm áhrif innflytjenda í Svíþjóð. Eftir að forsetinn virtist um helgina vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem aldrei gerðist, sagðist hann, eftir að Svíar inntu hann eftir svörum, hafa verið að tala um innslag í Fox News, sem sýnt var á föstudagskvöldið. Sendiráð Svíþjóðar tísti í gær að starfsmenn þess hlökkuðu til að kynna innflytjendastefnu Svíþjóðar fyrir Trump.Give the public a break - The FAKE NEWS media is trying to say that large scale immigration in Sweden is working out just beautifully. NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 20, 2017 Innslagið sem um ræðir var sýnt í Tucker Carson Tonight á Fox, en sænskir fjölmiðlar segja að innihalda margar rangfærslur og ýkjur. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir rangar upplýsingar og fréttir um hið meinta „ástand“ í Svíþjóð fara sífellt fjölgandi. Aftonbladet hefur tekið saman nokkar rangfærslur úr þættinum. Þar ræðir Tucker Carlson við kvikmyndagerðarmanninn Ami Horowitz. Hann gerði innslag fyrir þáttinn þar sem hann ræddi við blaðamann og tvo lögregluþjóna um „ástandið“ í Svíþjóð. Undir lok þáttarins sagði Horowitz að „ekki væri svo langt frá“ fyrstu hryðjuverkaárás Íslamista í Svíþjóð. Þar var hann að tala um sprengjuárás Taimour Abdulwahab í Stokkhólmi árið 2010. Abdulwahab var sá eini sem lét lífið.Horowitz hélt því einnig fram að skotárásum og nauðgunum hefði farið fjölgandi frá því að Svíar „opnuðu landamæri sín“. Aftonbladet bendir hins vegar á að glæpum hafi farið fjölgandi árið 2015, en séu um það bil jafn margir og þeir voru árið 2005. Ofbeldisglæpum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Þá hafi nauðgunum fækkað um tólf prósent árið 2015 frá árinu 2014. Þar að auki heldur lögreglan utan um fjölda glæpa sem innflytjendur fremja og segja þá tengjast tiltölulega fáum glæpum.Horowitz sagði flóttamenn vera á bakvið aukna tíðni glæpa í Svíþjóð og að yfirvöld væru að hylma yfir það. Aftonbladet segir enga tölfræði sem styðji þessa fullyrðingu vera til. Hins vegar sýni rannsókn frá árinu 2005 að innflytjendur voru líklegri til að verða fyrir glæpum en aðrir.Því var haldið fram á Fox að 160 þúsund flóttamenn hafi komið til Svíþjóðar í fyrra og einungis 500 þeirra hafi fengið vinnu. Hið rétta er að 30 þúsund flóttamenn sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra. Árið 2015 sóttu hins vegar 164 þúsund flóttamenn um hæli. Það kom þó í ljós í fyrra að af þeim rúmlega hundrað og sextíu þúsund flóttamönnum sem komu til Svíþjóðar hafi einungis fimm hundruð fengið vinnu. Það var í maí í fyrra. Aftonbladet segir þetta hafa gerst vegna þess að yfirvöld í Svíþjóð hafi ekki sett atvinnu í forgang þegar flóttamannafjöldinn var í hámarki.Því var einnig haldið fram að í Svíþjóð væru svæði þar sem lögreglan treysti sér ekki til að fara í þar sem þau væru svo hættuleg. Sú staðhæfing byggir á skýrslu sem lögreglan gaf út í febrúar í fyrra. Hún fjallaði um viðkvæm úthverfi í Svíþjóð. Þar var hins vegar aldrei haldið fram að lögreglan þorði ekki inn á þessi svæði.„Hann er brjálaður“ Lögregluþjónarnir tveir sem Horowitz ræddi við í innslagi sínu segja svör sín hafa verið tekin úr samhengi og eru mjög ósáttir við hann. Þeir segja viðtalið einnig hafa verið tekið á röngum forsendum. Það hafi átt að vera um glæpi og svæði með hága glæpatíðni. Innflytjendur og flóttafólk hafi aldrei borið á góma. Í samtali við Dagens Nyheter segja þeir Horwitz vera brjálaðan.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50 Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um fullyrðingar sínar um árás í Svíþjóð. 19. febrúar 2017 23:50
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46