Enski boltinn

Stoke City hoppaði upp um fjögur sæti | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Crouch fagnar marki sínu.
Peter Crouch fagnar marki sínu. vísir/getty
Stoke City komst upp í ellefta sætið eftir 2-0 sigur á Watford, Swansea City náði dýrmætum þremur stigum á útivelli í fallbaráttuslag og Arsenal náði stigi á ótrúlegan hátt í sex marka leik.

Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og það var líf, fjör og dramatík í þeim öllum.

Stoke fór úr fimmtánda sæti og upp í það ellefta þökk sé mörkum  Ryan Shawcross og Peter Crouch. Bæði mörkin komu eftir stoðsendingar frá Charlie Adam.

Þetta var fyrsti sigur Stoke-liðsins síðan í byrjun desember en liðið var fyrir leikinn búið að leika fimm deildarleiki í röð án þess að fagna sigri.

Watford er aftur á móti í miklum vandræðum enda hefur liðið aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og er nú að dragast niður í fallbaráttuna.



Swansea City vann lífsnauðsynlegan sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld í miklu fallbaráttuslag á Selhurst Park í London. Swansea vann 2-1 sigur þökk sé sigurmarki Ángel Rangel á 88. mínútu en fimm mínútum fyrr hafði Wilfried Zaha jafnað metin.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Swansea og hefur þar með gefið sex stoðsendingar á tímabilinu.



Arsenal skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum og tryggði sér 3-3 jafntefli á útivelli á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta eru grátleg úrslit fyrir heimamenn í Bournemouth sem spiluðu lengstum frábærlega og fengu færi til að bæta við mörkum áður en þeir misstu mann af velli átta mínútum fyrir leikslok.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:

Bournemouth - Arsenal    3-3

1-0 Charlie Daniels (16.), 2-0 Callum Wilson, víti (21.), 3-0 Ryan Fraser (58.), 3-1 Alexis Sánchez (70.), 3-2 Lucas Pérez (75.), 3-3 Olivier Giroud (90.+2).

Crystal Palace - Swansea    1-2

0-1 Alfie Mawson (42.), 1-1 Wilfried Zaha (83.), 1-2 Ángel Rangel (88.)

Stoke - Watford    2-0

1-0 Ryan Shawcross (45.), 2-0 Peter Crouch (49.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×