Gylfi búinn að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Egilsstaða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Það hafa bara þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlaupið meira en Gylfi Þór Sigurðsson síðan í ágúst 2015.BBC fjallar ítarlega um N'Golo Kante í skemmtilegri úttekt þar sem er farið yfir feril og sögu þessa snjalla leikmanns sem er á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð með sitthvoru liðinu. N'Golo Kante varð meistari með Leicester City í fyrra og var síðan keyptur í sumar til Chelsea sem hefur yfirburðarforystu á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. N'Golo Kante er vinnusamur miðjumaður sem fær mikið lof fyrir dugnað sinn á miðjunni en hann nær þó ekki tölum íslenska landsliðsmannsins. Í samantekt BBC kemur fram að Gylfi er búinn að hlaupa meira en Kante frá því að 2015/16 tímabilið hófst sem var það fyrsta hjá Kante í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað 65 leiki í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil og í þeim hefur hann skorað 19 mörk og gefið 13 stoðsendingar. Gylfi var hvíldur í síðustu tveimur leikjum síðasta tímabils en annars hefur hann ekki misst af leik og oftast spilað 90 mínútur. Það er gaman að sjá að mest skapandi leikmaður Swansea-liðsins og sá sem hefur nánast séð til þess að liðið er ennþá í ensku úrvalsdeildinni er sá maður liðsins sem hleypur mest. Gylfi hefur alls hlaupið 705,1 km í þessum 65 leikjum eða 10,8 km að meðaltali í leik. Þegar við setjum þessa vegalengd í eitthvert samhengi þá væri hann kominn lengra en til Egilsstaða ef hann hefði lagt upp frá Reykjavík. Vegalengdin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur, ef farið er um Norðurland, er 654 kílómetrar, en ef ekið er um Suðurland, er vegalengdin 698 kílómetrar. Fyrir þá sem vilja velta vegalengdum á Íslandi meira fyrir sér ættu að skoða þessa síðu.Þessir hafa hlaupið mest í ensku úrvalsdeildinni síðan í ágúst 2015: Craig Dawson, West Brom - 730,4 km Darren Fletcher, West Brom - 723,1 km Christian Eriksen, Tottenham - 718,4 km Gylfi Sigurdsson, Swansea City - 705,1 km N'Golo Kante, Leicester og Chelsea - 701,8 km Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Það hafa bara þrír leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlaupið meira en Gylfi Þór Sigurðsson síðan í ágúst 2015.BBC fjallar ítarlega um N'Golo Kante í skemmtilegri úttekt þar sem er farið yfir feril og sögu þessa snjalla leikmanns sem er á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð með sitthvoru liðinu. N'Golo Kante varð meistari með Leicester City í fyrra og var síðan keyptur í sumar til Chelsea sem hefur yfirburðarforystu á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. N'Golo Kante er vinnusamur miðjumaður sem fær mikið lof fyrir dugnað sinn á miðjunni en hann nær þó ekki tölum íslenska landsliðsmannsins. Í samantekt BBC kemur fram að Gylfi er búinn að hlaupa meira en Kante frá því að 2015/16 tímabilið hófst sem var það fyrsta hjá Kante í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað 65 leiki í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil og í þeim hefur hann skorað 19 mörk og gefið 13 stoðsendingar. Gylfi var hvíldur í síðustu tveimur leikjum síðasta tímabils en annars hefur hann ekki misst af leik og oftast spilað 90 mínútur. Það er gaman að sjá að mest skapandi leikmaður Swansea-liðsins og sá sem hefur nánast séð til þess að liðið er ennþá í ensku úrvalsdeildinni er sá maður liðsins sem hleypur mest. Gylfi hefur alls hlaupið 705,1 km í þessum 65 leikjum eða 10,8 km að meðaltali í leik. Þegar við setjum þessa vegalengd í eitthvert samhengi þá væri hann kominn lengra en til Egilsstaða ef hann hefði lagt upp frá Reykjavík. Vegalengdin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur, ef farið er um Norðurland, er 654 kílómetrar, en ef ekið er um Suðurland, er vegalengdin 698 kílómetrar. Fyrir þá sem vilja velta vegalengdum á Íslandi meira fyrir sér ættu að skoða þessa síðu.Þessir hafa hlaupið mest í ensku úrvalsdeildinni síðan í ágúst 2015: Craig Dawson, West Brom - 730,4 km Darren Fletcher, West Brom - 723,1 km Christian Eriksen, Tottenham - 718,4 km Gylfi Sigurdsson, Swansea City - 705,1 km N'Golo Kante, Leicester og Chelsea - 701,8 km
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn