Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 18:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira