Ótrúlegur dagur fyrir Viðar sem var líka kosinn sá besti í Ísrael Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 20:02 Viðar Örn Kjartansson. vísir/afp Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. Viðar Örn Kjartansson var valinn í dag í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kósóvo eftir viku. Það vantar marga framherja í liðið og Viðar Örn er heitasti framherji liðsins enda búinn að raða inn mörkum í ísraelsku deildinni. Viðar Örn tjáði sig um málið í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínum og viðurkenndi að hann að hann hafi verið barnalegur og gert mistök. Hann segist þó hafa verið löngu hættur að drekka áður en hann mætti til móts við landsliðið. Það voru hinsvegar líka mjög góðir hlutir að gerast hjá Viðar í dag auk þess að vera valinn í íslenska landsliðshópinn. Viðar hefur farið á kostum í ísraelsku deildinni og gott dæmi um það er að lesendur One í Ísrael hafa valið íslenska landsliðsmanninn besta leikmann deildarkeppninnar. 70 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og fékk Viðar Örn 27 þúsund atkvæði eða um 39 prósent. Viðar hafði betur í baráttunni við Ísraelsmanninn Itay Shechter sem spilar með Beitar Jerusalem. Anthony Nwakaeme hjá Hapoel Be'er Sheva varð þriðji í kjörinu og fjórði var liðsfélagi hans Maor Buzaglo. Viðar Örn Kjartansson skoraði 15 mörk í 24 leikjum í deildarkeppninni og er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar. Anthony Nwakaeme var næstmarkahæstur með ellefu mörk þannig að Viðar er með fjögurra marka forskot á hann. Viðar Örn skoraði ekki í síðustu tveimur deildarleikjunum sínum en hann hafði fram að því skorað 9 mörk í 8 leikjum þar á undan. Vidar Kjartansson voted best player of the regular season in the Israeli premier league https://t.co/Ccv2e9OYZ7— IsraelFooty (@IsraelFooty5) March 17, 2017 Fótbolti Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. Viðar Örn Kjartansson var valinn í dag í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kósóvo eftir viku. Það vantar marga framherja í liðið og Viðar Örn er heitasti framherji liðsins enda búinn að raða inn mörkum í ísraelsku deildinni. Viðar Örn tjáði sig um málið í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínum og viðurkenndi að hann að hann hafi verið barnalegur og gert mistök. Hann segist þó hafa verið löngu hættur að drekka áður en hann mætti til móts við landsliðið. Það voru hinsvegar líka mjög góðir hlutir að gerast hjá Viðar í dag auk þess að vera valinn í íslenska landsliðshópinn. Viðar hefur farið á kostum í ísraelsku deildinni og gott dæmi um það er að lesendur One í Ísrael hafa valið íslenska landsliðsmanninn besta leikmann deildarkeppninnar. 70 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og fékk Viðar Örn 27 þúsund atkvæði eða um 39 prósent. Viðar hafði betur í baráttunni við Ísraelsmanninn Itay Shechter sem spilar með Beitar Jerusalem. Anthony Nwakaeme hjá Hapoel Be'er Sheva varð þriðji í kjörinu og fjórði var liðsfélagi hans Maor Buzaglo. Viðar Örn Kjartansson skoraði 15 mörk í 24 leikjum í deildarkeppninni og er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar. Anthony Nwakaeme var næstmarkahæstur með ellefu mörk þannig að Viðar er með fjögurra marka forskot á hann. Viðar Örn skoraði ekki í síðustu tveimur deildarleikjunum sínum en hann hafði fram að því skorað 9 mörk í 8 leikjum þar á undan. Vidar Kjartansson voted best player of the regular season in the Israeli premier league https://t.co/Ccv2e9OYZ7— IsraelFooty (@IsraelFooty5) March 17, 2017
Fótbolti Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40