Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:48 Gylfi Zoëga, hagfræðingur segir hugmyndina um afnám seðla ekki hafa komið upphaflega frá fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins. Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins.
Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58
Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31