Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 13:19 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að betra sé að hvetja heldur en að hefta. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson, fjármála og efnahagsráðherra, var gestur í Sprengisandi nú fyrir hádegi. Þar var rætt um umdeildar hugmyndir ráðherra að draga úr notkun reiðufjár almennt. Benedikt vitnar niðurstöðu starfshópsins sem komst að því þeir skattar sem ekki eru greiddir séu upp á 80-120 milljarða króna.Segir jákvæðni skipta máli „Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. Benedikt viðurkenndi að hugmyndin hefði ekki farið vel í fólk. „Lexían sem maður lærir af þessu er að það er betra að nálgast hlutina með jákvæðum hætti; með hvötum frekar heldur en bönnum og það meira er í ætt við mína lífsheimspeki. Ég get alveg viðurkennt það að mér þótti þessi tillaga, sem ég sá rétt á undan öðrum, skemmtilega flippuð eða „nörduð“ og ég hugsaði já, það verður einhver umræða um þetta, en mig óraði ekki við að hún yrði svona mikil og ég yrði skúrkurinn með þessum hætti,“ segir Benedikt og nefndi að mögulega hefði verið hægt að fara aðra leið. „Ég held að við hefðum kannski átt að horfa meira á hugmynd sem hópurinn var með líka sem var að opnaðir yrðu ókeypis rafeyrisreikningar í Seðlabankanum sem væru eins og ígildi reiðufjár nema menn gætu notað þetta til greiðslu og þyrftu ekki að borga færslugjöld af þessum innistæðum. Ef menn vilja þetta þá er betra að gera þetta með jákvæðum hætti,“ segir Benedikt og bendir á að svona reikningur gæti verið öruggari en hins vegar væri enginn skyldugur til að nota reikningana.Opna aðgang að fyrirtækjaskrám Áhersla á gegnsæi er mikilvæg að mati Benedikts. „Við erum að stíga fyrsta skrefið núna um áramótin með því að hafa opinn aðgang að firmaskrám. Þetta var tillaga sem Píratar báru fram á Alþingi og ég studdi þá mjög eindregið í því. Ég hef sagt það að ég vil ganga lengra; ég vil horfa líka á ársreikningana og ég vil horfa á hluthafaskrána,“ sagði Benedikt og nefnir að mikið verk sé fyrir höndum. Stj.mál Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. 22. júní 2017 11:29 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála og efnahagsráðherra, var gestur í Sprengisandi nú fyrir hádegi. Þar var rætt um umdeildar hugmyndir ráðherra að draga úr notkun reiðufjár almennt. Benedikt vitnar niðurstöðu starfshópsins sem komst að því þeir skattar sem ekki eru greiddir séu upp á 80-120 milljarða króna.Segir jákvæðni skipta máli „Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. Benedikt viðurkenndi að hugmyndin hefði ekki farið vel í fólk. „Lexían sem maður lærir af þessu er að það er betra að nálgast hlutina með jákvæðum hætti; með hvötum frekar heldur en bönnum og það meira er í ætt við mína lífsheimspeki. Ég get alveg viðurkennt það að mér þótti þessi tillaga, sem ég sá rétt á undan öðrum, skemmtilega flippuð eða „nörduð“ og ég hugsaði já, það verður einhver umræða um þetta, en mig óraði ekki við að hún yrði svona mikil og ég yrði skúrkurinn með þessum hætti,“ segir Benedikt og nefndi að mögulega hefði verið hægt að fara aðra leið. „Ég held að við hefðum kannski átt að horfa meira á hugmynd sem hópurinn var með líka sem var að opnaðir yrðu ókeypis rafeyrisreikningar í Seðlabankanum sem væru eins og ígildi reiðufjár nema menn gætu notað þetta til greiðslu og þyrftu ekki að borga færslugjöld af þessum innistæðum. Ef menn vilja þetta þá er betra að gera þetta með jákvæðum hætti,“ segir Benedikt og bendir á að svona reikningur gæti verið öruggari en hins vegar væri enginn skyldugur til að nota reikningana.Opna aðgang að fyrirtækjaskrám Áhersla á gegnsæi er mikilvæg að mati Benedikts. „Við erum að stíga fyrsta skrefið núna um áramótin með því að hafa opinn aðgang að firmaskrám. Þetta var tillaga sem Píratar báru fram á Alþingi og ég studdi þá mjög eindregið í því. Ég hef sagt það að ég vil ganga lengra; ég vil horfa líka á ársreikningana og ég vil horfa á hluthafaskrána,“ sagði Benedikt og nefnir að mikið verk sé fyrir höndum.
Stj.mál Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. 22. júní 2017 11:29 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. 22. júní 2017 11:29
Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31