Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2017 09:00 Benedikt Jóhannesson kynnti tvær skýrslur til að bregðast við skattaundanskotum. Fréttablaðið/Anton Brink Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda