Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2017 09:00 Benedikt Jóhannesson kynnti tvær skýrslur til að bregðast við skattaundanskotum. Fréttablaðið/Anton Brink Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Efnahagsmál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfshópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar tillögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út.Lilja Alfreðsdóttir„Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Það eru góðar tillögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til markvissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa verulegar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skilvirkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitthvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira