Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 11:53 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Vísir/GVA Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Viðskipti innlent Skiltið skuli fjarlægt Viðskipti innlent Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Viðskipti innlent Gerir óþægilegt samtal auðveldara Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Viðskipti innlent Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Viðskipti innlent Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Efla fjármálin með Elfu Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Ekki útilokað að stýrivextir lækki Gengið frá sölu á hluta Endor Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Úr kirkjunni í brúna hjá Herjólfi Uppsagnir hjá ÁTVR Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Tveggja milljarða gjaldþrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Sjá meira
Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Viðskipti innlent Skiltið skuli fjarlægt Viðskipti innlent Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Viðskipti innlent Gerir óþægilegt samtal auðveldara Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Viðskipti innlent Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Viðskipti innlent Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Efla fjármálin með Elfu Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Ekki útilokað að stýrivextir lækki Gengið frá sölu á hluta Endor Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Úr kirkjunni í brúna hjá Herjólfi Uppsagnir hjá ÁTVR Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Tveggja milljarða gjaldþrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Sjá meira